| Sf. Gutt

Brad fór til Bradford

Svo því sé haldið til haga þá er Brad Jones búinn að finna sér nýtt félag. Hann fékk frjálsa sölu frá Liverpool fyrr í sumar en nú búinn að gera eins árs samning við Bradford City sem er í þriðju efstu deild. 

Ástralinn kom til Liverpool frá Middlesbrough en hefur líka verið í láni hjá Shelbourne, Stockport County, Rotherham United, Blackpool, Sheffield Wednesday og Derby County. 

Brad sagðist hafa viljað hafa verið lengur hjá Liverpool sem hann byrjaði að halda með þegar hann var fimm ára. En stundum enda draumar sagði hann í kveðju til stuðningsmanna Liverpool sem hann sagðist hafa reynst sér og fjölskyldunni sinni sérlega vel. Hann náði því reyndar að spila með uppáhaldsliðinu sínu og að auki með ástralska landsliðinu. Hann dreymdi um að spila með báðum þessum liðum þegar hann var að alast upp. 

Við óskum Brad góðs gengis hjá nýja félaginu sínu. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan