| Sf. Gutt

Þremur ungliðum bætt í hópinn

Þrír ungliðar hafa komið til Liverpool núna í sumar. Allir koma frá liðum utan Bretlandseyja. Sá nýjasti er Brasilíumaður og heitir Allan Rodrigues de Souza. Hann kemur frá Internacional. Allan er miðjumaður og hefur æft með Liverpool að undanförnu. Samkvæmt frétt Liverpool Echo borgar Liverpool 500.000 sterlingspund fyrir piltinn sem er 18 ára. 

Hinir tveir ungliðarnir eru hollenski kantmaðurinn Bobby Adekanye og Brooks Lennon. Bobby kom frá Barcelona og Brooks frá Real Salt Lake.

Vonandi er eitthvað spunnið í þessa pilta en nokkuð er um liðið frá því ungliði hefur slegið í gegn hjá Liverpool. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan