| Sf. Gutt

Javier Manquillo skilað


Liverpool hefur ef svo mætti segja skilað Javier Manquillo til baka til Atletico Madrid. Í fyrra kom hann þaðan til Liverpool sem lánsmaður til tveggja ára. 


Javier kom eins og áður segir til Liverpool fyrir ári. Hann átti að vera hjá Liverpool næstu tvær leiktíðir en álit Brendan Rodgers er greinilega að hann sé ekki nógu góður fyrir liðið. Javier sem er hægri bakvörður fer aftur til Spánar en álitið er að Atletico ætli að lána hann aftur. Þar á bæ fannst mönnum að hann hefði ekki spilað nóg með Liverpool og því væri betra að hann færi annað til að afla sér reynslu.


Javier, sem er aðeins 21. árs, lék alls 19 leiki með Liverpool. Hann náði ekki að skora mark á meðan á dvöl hans í Liverpool stóð. Flesta leiki sína spilaði hann framan af leiktíðinni og eftir áramót kom hann aðeins þrisvar við sögu. Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Javier góðs gengis á nýjum slóðum. 

Hér má lesa allt um það helsta um feril Javier Manquillo á LFChistory.net.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan