| Sf. Gutt

Tiago Ilori fékk silfur


Tiago Ilori missti í gærkvöldi af gullinu á Evrópumóti landsliða undir 21. árs. Portúgal komst í úrslit á mótinu, sem haldið var í Tékklandi, og mætti Svíum í Prag. Ekkert var skorað í framlengdum leik og þá tók vítakeppni við. Svíar höfðu betur í henni og unnu 4:3. Tiago lék í vörn Portúgals á mótinu og þótti spila mjög vel. Úrslitin voru mikil vonbrigði fyrir Portúgal sem lék frábærlega á mótinu. Í undanúrslitum vann liðið til dæmis það þýska 5:0! Í hinum undanúrslitunum unnu Svíar Dani 4:1. 


Emre Can var í þýska liðinu sem var talið sigurstranglegt fyrir keppnina enda skipað sterkum leikmönnum sem margir eru í aðalliðum. Hann skoraði mark í fyrstu umferð gegn Serbum í leik sem lauk 1:1. Emre var mjög góður í þeim leik. Hann spilaði á miðjunni á mótinu. 


Enska landsliðið var á mótinu en endaði í neðsta sæti í sínum riðli og þótti það slaklegt. Danny Ings var í enska liðinu. Hann tók þátt í öllum þremur leikjum enska liðsins en skoraði ekki.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan