| Sf. Gutt

Sebastian Coates seldur!


Í dag var tilkynnt á heimasíðu Liverpool Football Club að Sebastian Coates hafi verið seldur til Sunderland. Hann var þar í láni á síðustu leiktíð og í sumar hefur verið rætt um að áhugi væri hjá Svörtu Köttunum að fá miðvörðinn þangað fyrir fullt og fast. Ekki var tilkynnt um söluverð en í frétt Liverpool Echo eru fjórar milljónir sterlingspunda nefndar. 


Sebastian kom til Liverpool sumarið 2011 eftir að hafa vakið athylgi með landsliði Úrugvæ í Suður Ameríkukeppninni. Sebastian var einmitt valinn besti ungliðinn í keppninni. Hann náði aldrei að festa sig í sessi í Liverpool og ekki bætti úr skák að hann missti úr hátt í eitt ár vegna slæmra hjámeiðsla sem hann varð fyrir í landsleik sumarið 2013. Hann fór að láni um tíma til síns gamla liðs Nacional árið 2014 þegar hann var að ná sér af meiðslunum. 


Sebastian Coates lék 24 leiki með Liverpool og skoraði tvö mörk. Fyrra markið skoraði hann með magnaði klippu á lofti gegn Q.P.R. á útmánuðum 2012 og þótti mörgum fallegasta markið þá leiktíðina. Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Sebastian góðs gengis. 

Hér má lesa allt það helsta um feril Sebastian Coates á vefsíðu LFChistory.net.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan