| Heimir Eyvindarson

Nathaniel Clyne orðinn leikmaður Liverpool.

Nú í morgun var Nathaniel Clyne formlega kynntur til leiks sem leikmaður Liverpool. Hann er 6. leikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið í sumar. 

Það hefur legið fyrir í nokkra daga að Clyne væri á leið til Liverpool, en hann skrifaði undir langtimasamning núna í morgunsárið eftir að hafa farið í gegnum læknisskoðun á Melwood. 

Clyne er 24 ára gamall hægri bakvörður og kemur til Liverpool frá Southampton, þar sem hann hefur verið frá 2012. Clyne er öflugur leikmaður og hefur leikið nokkra landsleiki fyrir Englendinga. Hann ætti að fylla skarð Glen Johnson ágætlega - og vonandi rúmlega það. 

Þess má geta að Clyne hefur nú þegar skorað mark á Anfield, en hann skoraði eina mark Southampton í 2-1 sigri Liverpool á suðurstrandarliðinu í fyrsta leik síðustu leiktiðar. Fyrir framan The Kop. Vonandi verða mörkin fleiri hjá Clyne. Í rétt mark. 

Við bjóðum Nathaniel Clyne hjartanlega velkominn til Liverpol og munum gera honum nánari skil síðar í dag.

YNWA!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan