| Sf. Gutt

Ykkar skoðun

Ensku knattspyrnunni lauk eins of venjulega í maí. Ekki var mikil reisn yfir lokum leiktíðarinnar hjá Liverpool og tvö smánarleg töp voru endirinn. Við könnuðum nú samt hver ykkur þótti bestur í mánuðinum þótt ekki væri af miklu að taka. Þau undur og stórmerki áttu sér stað að sami leikmaður Liverpool hefur nú verið valinn sá besti í hálft ár!

Philippe Couthinho varð fyrir valinu. Hann var svo sem nokkuð góður þótt oft hafi hann verið betri. Brasilíumaðurinn var mjög góður gegn Queen Park Rangers og skoraði fallegt mark. En mestu tíðindin eru auðvitað þau að hann hafi verið kosinn sá besti sex mánuði í röð.

Steven Gerrard lauk glæsilegum ferli sínum hjá Liverpool í maí 2015. Hann kom næstur á eftir Brasilíumanninum. Steven skoraði tvö mörk í maí. Fyrst magnað sigurmark gegn Q.P.R. og svo jöfnunarmark gegn ensku meisturunum. Þótt mörgum finnist Steven búinn þá endaði hann sem markakóngur Liverpool en það segir kannski meira um aðra í liðinu!

Simon Mignolet kom þriðji en hann stóð svo sem fyrir sínu í markinu. En það segir svo sem sitt að þrátt fyrir að hafa fengið á sig sex mörk í lokaleiknum náði hann að vera þriðji í kjörinu.

Það verður vonandi hægt að velja menn fyrir betri leiki þegar næsta leiktíð hefst í ágúst. 



Philippe Coutinho 58%.

Stveven Gerrard 15%

Simon Mignolet 9%

Jordan Ibe 6%

Adam Lallana 5%

Einhver annar 4%

Greidd og gild atkvæði voru 192.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan