| Sf. Gutt

Tveir ungir gera samninga!

Á sama tíma og ráðgjafar Raheem Sterling reyna að koma honum frá félaginu þá hafa tveir ungliðar ákveðið að vera áfram hjá Liverpool. Það verða að teljast frábærar fréttir nú þegar nokkur skortur er á góðum fréttum úr herbúðum Liverpool.

 


Sá fyrri til að skrifa undir nýjan samning er varnarmaðurinn Jon Flanagan. Hann kom inn í byrjunarliðið á síðustu leiktíð og vann sér fast sæti í liðinu með frábærri framgöngu. Því miður meiddist hann á undirbúningstímabilinu í fyrra og hefur ekkert leikið með aðalliðinu á leiktíðinni. Þó fjarvera hans hafi ekki ráðið úrslitum um vonbrigði með leik liðsins þá hefði án efa verið betra að hafa hann en ekki. Fyrir stuttu var tilkynnt að Jon hefði þurft að fara í aðgerð vegna meiðslanna sem hafa verið að hrjá hann og ekki er búist við að hann komi til leiks fyrr en langt verður liðið á árið. Jon er uppalinn hjá Liverpool og fæddur í borginni.  





Sá seinni sem gerði nýjan samning við Liverpool í dag er Jordan Ibe. Þessi hæfileikaríki útherji er búinn að vera mjög góður eftir að hann var kallaður úr láni frá Derby Couny í byrjun árs. Hann hafði vakið mikla athygli hjá Derby fyrir góða leiki. Jordan kom til Liverpool árið 2011 en hann hóf feril sinn hjá Wycombe Wanderes og lék sinn fyrsta aðalliðsleik aðeins 15 ára. Hann var á síðustu leiktíð í láni hjá Birmingham City. Sumir telja að Jordan geti orðið betri leikmaður en Raheem Sterling. Hvernig sem það verður þá er mjög gott að hann vilji vera áfram hjá Liverpool.   


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan