| Sf. Gutt

Standard Chartered verður áfram!

Standard Chartered verður áfram aðalstyrktaraðili Liverpool Football Club. Ný samningur þess efnis var kynntur í dag. Stórbankinn hefur verið aðalstyrktaraðili Liverpool frá því sumarið 2010. Árið 2013 var ákveðið að halda samstarfi þessara aðila áfram og nú mun nýi samningurinn ná til loka leiktíðarinnar 2018/19.

Ekki hefur verið gefið upp um hversu miklar upphæðir er að ræða í samningnum en Liverpool Echo telur að um gæti verið að ræða 30 milljónir punda á ári. Talsmenn bæði Liverpool F.C. og Standard Chartered lýsu mikilli ánægju með áframhaldandi samstarf á blaðamannafundi í dag. Þá hljóta allir að vera sáttir! 

Hér eru myndir sem teknar voru í dag þegar tilkynnt var um nýja samninginn. 



 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan