| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir


Nú stendur yfir landsleikjahrota. Hún hófst á miðvikudaginn og stendur yfir fram í dymbilvikuna. Þetta hófst með vináttuleikjum á miðvikudagskvöldið. 

Mamadou Sakho var í vörn Frakka sem töpuðu 1:3 fyrir Brasilíumönnum Philippe Coutinho var á bekknum hjá Brössum og kom ekki við sögu.

Skotar unnu Norður Íra 1:0 í Glasgow. Ungliðinn Ryan McLaughlin kom inn á sem varamaður hjá Norður Írum. Hann hefur enn ekki spilað með aðalliði Liverpool.  

Í gærkvöldi voru þeir Jordan Henderson og Raheem Sterling í byrjunarliði Englendinga á Wembley gegn Litháen. Enskir unnu 4:0. Wayne Rooney skoraði fyrst og næst bætti Danny Welbeck við marki með skalla eftir sendingu frá Jordan. Raheem skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir landsliðið með skoti af stuttu færi. Harry Kane skoraði líka sitt fyrsta landsliðsmark og það nokkrum andartökum eftir að hann kom inn á í sínum fyrsta landsleik. Raheem lagði upp markið fyrir Harry og þótti spila mjög vel. Jordan stóð fyrir sínu á miðjunni. 

Martin Skrtel fór fyrir Slóvökum sem unnu Lúxemborg 3:0.


Í kvöld lék Joe Allen með Wales sem unnu magnaðan 0:3 sigur í Ísrael. Gareth Bale skoraði tvö mörk og Araon Ramsey eitt. Joe þótti leika geysilega vel á miðjunni. Danny Ward var varamarkmaður. Annar markmaður Liverpool var líka varamaður í leik í riðlinum. Simon Mignolet var á bekknum þegar Belgar unnu Kýpur 5:0. Divock Origi var á bekknum hjá Simon. Wales leiðir riðilinn.  

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan