| Heimir Eyvindarson

Sturridge frá í 4 vikur

Daniel Sturridge var sendur meiddur heim úr æfingabúðum enska landsliðsins í gær. Í fyrstu var talið að meiðslin væru lítilsháttar, en nú er allt útlit fyrir að hann verði frá í 4 vikur.

Sturridge meiddist á mjöðm í leiknum gegn Manchester United á sunnudaginn. Ekki var talið að meiðslin myndu há honum sérstaklega en við skoðun hjá enska landsliðinu kom rifa í vöðva í ljós og því var hann sendur rakleiðis heim.

Það ætlar ekki af Daniel Sturridge að ganga, en hann er nýkominn til baka eftir 5 mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann verður nánast örugglega frá í leikjunum gegn Arsenal, Blackburn, Newcastle og Hull, en gæti verið kominn á ferðina þegar Liverpool mætir WBA í lok apríl.

Við sendum Daniel okkar bestu batakveðjur.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan