| Grétar Magnússon

Dregið í Deildarbikar

Eftir leiki gærkvöldsins var drifið í því að draga saman lið í undanúrslitum Deildarbikarsins.

Liverpool drógust gegn Chelsea og verður leikið heima og heiman eins og venjulega á þessu stigi keppninnar. Ekki er búið að dagsetja leikina nákvæmlega en leikdagar eru 20. eða 21. janúar og 27. eða 28. janúar. Fyrri leikur liðanna fer fram á Anfield og sá síðari á Stamford Bridge.

Liðin hafa mæst fimm sinnum í þessari keppni áður og muna margir eftir úrslitaleiknum árið 2005 sem Chelsea unnu en síðast mættust liðin á Stamford Bridge í nóvember 2011 þar sem Liverpool unnu 0-2. Þeir stóðu svo uppi sem sigurvegarar í keppninni eftir að hafa lagt Cardiff City af velli eftir vítaspyrnukeppni.




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan