| Sf. Gutt

Sigur í Unglingabikarnum

Unglingalið Liverpool fór yfir fyrstu hindrun sína í kvöld. Liðið gerði út um leik sinn við Bradford á fyrstu mínútum leiksins og tryggði áframhald. Liverpool fær Derby County í heimsókn í næstu umferð keppninnar.

Liverpool fékk óskabyrjun og strax eftir tvær mínútur var liðið komið yfir með marki Sergi Canos. Nokkur andartök liðu og aftur skoraði Liverpool. Nú var það Jerome Sinclair sem skoraði eftir snarpa sókn. Eftir þetta var aldrei spurning um hver úrslitin yrðu.

Jerome, sem er á meðfylgjandi mynd, hefur skorað mikið fyrir unglingaliðið og mörgum finnst að hann ætti að fá tækifæri með aðlliðinu en þar er fátt um mörk eins og allir vita. Jerome hefur spilað einu sinni með aðalliðinu. Það var haustið 2012 en þá varð hann yngstur leikmanna til að spila fyrir hönd Liverpool.

Liverpool: Firth, Polgar, Whelan, Brewitt, Rossiter, Phillips (Ejaria), Canos, Chirivella, Sinclair, Kent (Wilson) og Ojo (Lewis). Ónotaðir varamenn: Wheeler og Travis.

Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan