| Sf. Gutt

Liverpool fer til Tyrklands


Liverpool fer til Tyrklands í 32. liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Liverpool drógst í dag gegn Besiktas sem nú um stundir leiðir tyrknesku deildina. Liðin mætast í febrúar á komandi ári og fara leikirnir fram 19. og 26. fyrrnefnds mánaðar.

Besiktas er með sterkt lið og Arsenal sló liðið naumlega út í forkeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool komst í Meistaradeildina en féll úr leik í síðustu viku. Liðið fékk þó þátttökurétt í Evrópudeildinni þar sem liðið hafnaði í þriðja sæti í Meistaradeildarriðli sínum.   


Liverpool mætti Besiktas í Meistaradeildinni á leiktíðinni 2007/08. Tyrkirnir unnu 2:1 á heimavelli en Liverpool vann 8:0 metsigur á Anfield. Slíkur samanlagður sigur kæmi sér vel og fari svo vel að Liverpool myndi vinna Evrópudeildina þá fær liðið sæti í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili. Það er því til mikils að vinna en Liverpool verður að leika mun betur en það sem af er leiktíðar ef liðið ætlar sér að vinna einhvern titil áður en henni lýkur í vor.  


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan