| Heimir Eyvindarson

Frægur fyrir leik

Útvarpsmaðurinn góðkunni Rúnar Róbertsson á Bylgjunni er mikill poolari. Hann er „frægur fyrir leik" að þessu sinni.

Hvenær byrjaðir þú að halda með Liverpool?
Bara um leið og ég fékk fótboltavitið!

Hver er þinn uppáhalds leikmaður Liverpool allra tíma?
Ég hef alltaf verið mikill Dalglish og Rush maður.

Hver er í mestu uppáhaldi af núverandi leikmönnum liðsins?
Steven Gerrard held ég, hver heldur ekki mest upp á hann? 

Ef þú mættir kaupa einn leikmann að eigin vali til Liverpool, hver yrði þá fyrir valinu?
Einhvern sem myndi hjálpa Liverpool til þess að vera í toppbaráttu bæði í deildinni og í Evrópu. Mér er sama hvað hann heitir.

Hvernig fer leikurinn gegn Sunderland á morgun?
2-1 fyrir Liverpool.

Í hvaða sæti endar Liverpool í vor?
Liverpool endar í 3. sæti.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan