| Heimir Eyvindarson

Origi verður ekki sóttur í janúar

Mikið hefur verið rætt um möguleikann á því að Divock Origi gangi til liðs við Liverpool strax í janúar, en ekki í sumar eins og samningur Liverpool og Lille kveður á um. 

Ekki minnkaði umtalið þegar fregnir af enn einum meiðslum Daniel Sturridge bárust í vikunni. Brendan Rodgers segir þó litlar sem engar líkur á því að Origi verði kallaður fyrr á Anfield en áætlað var.

„Ég sé það ekki gerast", sagði Rodgers á blaðamannafundi í gær, aðspurður um málið. „Það hefur aldrei staðið annað til en að hann yrði hjá Lille út tímabilið. Ég hef að vísu séð talsvert af fréttum þess efnis að hann sé á leið til okkar strax í janúar, en þær eiga bara alls ekki við nein rök að styðjast."

„Ein af ástæðunum fyrir því að við keyptum Origi í sumar var einmitt þessi samningur um að hann fengi að vera áfram hjá Lille í vetur, þar sem hann fær að spila reglulega og hefur tækifæri til þess að þroskast sem leikmaður."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan