| Grétar Magnússon

Dregið í Deildarbikar

Nú rétt í þessu var dregið í 8 liða úrslit Deildarbikarsins. Okkar menn mæta Bournemouth.

Leikurinn fer fram annaðhvort þriðjudaginn 16. eða miðvikudaginn 17. desember. Líklega verður miðvikudagurinn fyrir valinu þar sem Liverpool eiga leik við Manchester United á Old Trafford þann 14. desember.

Þessi lið mættust einmitt í FA bikarnum fyrr á þessu ári, nánar tiltekið þann 25. janúar á heimavelli Bournemouth. Liverpool vann leikinn 0-2 með mörkum frá Victor Moses og Daniel Sturridge.

Bournemouth spila í næst efstu deild Englands og hafa staðið sig vel það sem af er tímabils. Liðið situr í 4. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 14 leiki.

Það er því ljóst að leikurinn í 8 liða úrslitum verður erfiður en möguleikinn á að komast lengra í keppninni eru þó klárlega fyrir hendi.




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan