| Elvar Guðmundsson

Á þessum degi

Gott kvöld góðir hálsar þrátt fyrir úrslit kvöldsins! Hér kemur það helsta úr sögunni frá þessum degi. Þetta gerðist m.a.: Fyrsta mark Steve Nicol, Bruce Grobbelaar sá rautt og David Burrows fór í markið og sterkur sigur á Spáni.




Fyrsta mark Nicol
1983 - Steve Nicol skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool með síðbúnu sigurmarki á útivelli gegn QPR.





Rauðliðar í Moskvu
2002 - Við urðum fyrsta enska liðið í sögunni til að sigra Spartak Moskvu á þeirra eigin heimavelli er við komum tilbaka eftir að hafa lent undir í leiknum. Þrenna frá Owen skilaði okkar mönnum 3-1 sigri. Gregory Vignal varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu að koma inná sem varamaður en síðar svo skipt útaf.
1992 - Í leik gegn sama liði á sama stað töpuðum við 4-2. Staðan var 2-2 þegar Bruce Grobbelaar var vikið af velli og David Burrows varð í kjölfarið að spila í markinu síðustu 6 mínúturnar. Mörk okkar í leiknum skoruðu þeir Mark Wright og Steve McManaman.




Sir Roger Hunt skoraði fyrir England
1966 - Roger Hunt setti hann fyrir England í 2-0 sigri á Norður-Írum í undankeppni Evrópumótsins 1968. Fyrr á árinu varð England heimsmeistari eftir sögufrægan sigur á V-Þjóðverjum.




Evrópuleikir
1975 - Sigur á útivelli 3-1 gegn Real Sociedad í síðari leik fyrstu umferðar Evrópukeppni félagsliða var athyglisverður fyrir þær sakir að heimamenn voru ósigraðir í 2 ár á heimavelli. Steve Heighway, Ian Callaghan og Phil Thompson gerðu mörk okkar manna í leiknum.
1980 - Terry McDermott gerði eina mark leiksins eftir 5 mínútna leik gegn Aberdeen, þá undir stjórn Alex Ferguson.




Jafnt í grannaslag á Anfield
1977 - Markalaust jafntefli gegn Everton varð niðurstaðan í þessum leik.


Tekið af ynwa.tv
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan