| Elvar Guðmundsson

Á þessum degi

Gott kvöld og gleðilegt föstudagskvöld, hér kemur það helsta úr sögubókunum frá þessum degi, m.a. þetta: Sundboltinn sem truflaði Pepe, Hodgson með mis gáfuleg ummæli í kjölfar grannaslags og Dalglish spilaði gegn Íslandi.




Met hjá Aldridge og samið við Ray Houghton
1987 - John Aldridge skoraði í 10. leiknum í röð þar með töldum þeim síðasta leiktíðina á undan er hann skilaði vítaspyrnu í netið í 4-0 sigri á QPR á Anfield (vonandi eitthvað sem koma skal nú um helgina). Einnig skoruðu þeir Craig Johnston og John Barnes tvisvar. Þessi markasyrpa er enn deilt met í efstu deild, en í leiknum við QPR gerði Aldridge sitt 12. mark á tímabilinu. Fyrrum leikmaður Rauða hersins, Ian Rush, var á meðal áhorfenda.
Seinna þennan dag settust þeir Kenny Dalglish, Peter Robinson og stjórnarformaðurinn John Smith niður með Ray Houghton ásamt eiginkonu hans á veitingastaðnum Southport og lögðu drögin að 825 þúsund punda félagaskiptum frá Oxford. Samningurinn var undirritaður og kláraður tveimur dögum síðar.




Þrír hundrað leikja menn
2009 - Ryan Babel, Yossi Benayoun og Javier Mascherano náðu allir að spila sinn 100. leik er okkur var skellt af Sunderland, 1-0 á útivelli. Sigurmarkið var skrautlegt í meira lagi þar sem skot Darren Bent breytti óvænt um stefnu af sundbolta og fipaði þannig Pepe Reina. Þetta var eitt af fimm mörkum Bent gegn okkar mönnum hingað til. Fyrrum leikmaður okkar, Zenden, og annar framtíðarleikmaður, Henderson spiluðu báðir þennan leik gegn okkur.




Evrópuleikir á 10. áratugnum
1995 - Mark Wright spilaði frábærlega er við gerðum markalaust jafntefli við Bröndby í Danmörku sem dugði þó ekki til að komast áfram í næstu umferð í Evrópukeppni félagsliða þar sem við töpuðum óvænt 1-0 á Anfield í seinni leiknum.
1996 - Robbie Fowler og John Barnes skoruðu báðir er við unnum Sion frá Sviss 2-1 á útivelli eftir að hafa lent undir í fyrri leik í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Seinni leikurinn fór svo 6-3 á Anfield og við komumst alla leið í undanúrslit þessarar keppni.




Heighway opnar markareikninginn
1970 - Steve Heighway gerði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í 2-0 sigri á Burnley á Anfield en Ron Yeats hafði komið liðinu yfir rétt fyrir hálfleik.




Nágranna vandræði
2010 - Við vorum sigraðir 2-0 á Goodison í afar slöppum leik af okkar hálfu. Þrátt fyrir það tókst Roy Hodgson á einhvern ótrúlegan hátt að komast að þeirri niðurstöðu í viðtölum eftir leik að þetta hafi verið besta frammistaða liðsins á tímabilinu. Tim Cahill setti sitt fimmta og síðasta mark gegn okkur áður en Mikel Arteta gerði síðara markið.
1998 - Ferðalag okkar yfir Stanley Park skilaði markalausu jafntefli sem þýddi að Everton hafði ekki tapað í þessum grannaslag í 9 leikjum. Ibrahima Bakayoko var að spila sinn fyrsta leik fyrir bláliða í leiknum.




Leikmenn lánaðir
2000 - Erik Meijer var lánaður til Preston North End þar sem hann spilaði 9 leiki, allir án marka af hans hálfu.
2002 - Hægri bakvörðurinn Glen Johnson fór á láni til Millwall frá West Ham. Hann spilaði alls 8 leiki þar áður en hann snéri aftur á Upton Park þar sem hann stimplaði sig að lokum inn í byrjunarliðið.




Sigur á Manchester United
1942 - Við sigruðum erkifjendur okkar frá Manchester í "stríðsleik" með mörkum frá Willie Fagan og Cyril Done (well done hjá honum...).





Kenny spilar landsleiki
King Kenny hefur þrisvar sinnum spilað fyrir land sitt Skotland á þessum degi í sögunni.
1973 - Hann spilaði sinn 12. landsleik, þá enn sem leikmaður Celtic, er Skotar unnu góðan útisigur á Tékkum í undankeppni HM, 1-0.
1979 - Dalglish var fyrirliði er Skotar gerðu 1-1 jafntefli við Austurríki á Hampden Park í undankeppni EM. Greame Souness og John Wark spiluðu einnig þennan leik fyrir Skota.
1984 - Hann spilaði sinn 95. landsleik er Skotar sigruðu Ísland 3-0 í undankeppni HM. Steve Nicol lék sinn annan landsleik á meðan fyrrum leikmaður Liverpool, Greame Souness var fyrirliði í leiknum.


Tekið af ynwa.tv
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan