| Elvar Guðmundsson

Á þessum degi

Gott kvöld góðir hálsar. Hér kemur það helsta sem gerðist á þessum degi í sögunni og m.a. þetta: Salan á Liverpool FC gekk í gegn, Suarez kom sér í smá vesen og nýr fyrirliði tilkynntur.





Réttardrama
2010 - Salan á félaginu til New England Sports Ventures undir forystu John W. Henry gekk í gegn, eftir viðburðarríka daga í réttarsölunum. Á þessum sama degi skrifaði Jamie Carragher undir framlengingu á samning sínum til ársins 2013.





Þrenna Michaels Robinsons
1983 - Michael Robinson gerði þrennu og um leið sín fyrstu mörk fyrir klúbbinn, er við lögðum West Ham 3-1 á útivelli þrátt fyrir að Craig Johnston hafi verið vísað af leikvelli eftir um klukkutíma leik. Billy Bonds lék sinn 700. leik fyrir West Ham en með sigri okkar manna í leiknum minnkuðum við muninn á West Ham, sem þá lá í öðru sæti, niður í aðeins 2 stig. Alan Devonshire setti mark heimamanna seint í leiknum.





Luis í vandræðum
2011 - Við urðum að sætta okkur við 1-1 jafntefli gegn Manchester United þar sem Steven Gerrard kom okkur yfir með marki beint úr aukaspyrnu áður en Javier Hernandez skallaði inn jöfnunarmark er nokkrar mínútur voru eftir. Hins vegar verður þessa leiks minnst vegna eins leiðinlegasta máls knattspyrnusögunnar í seinni tíð, á milli þeirra Luis Suarez og fyrirliða United, Patrice Evra.





Önnur þrenna
2000 - Micheal Owen yfirgaf völlinn með ljót höfuðmeiðsl í leik þar sem Emile Heskey skellti í fullkomna þrennu með skalla og skotum bæði með vinstri og hægri. Sigur vannst 4-0 úti gegn Derby þar sem Vegard Heggem lék sinn 65. og síðasta leik fyrir Rauða herinn. Patrik Berger skoraði einnig í leiknum eftir frábært samspil.





Nýr fyrirliði kynntur til leiks
2003 - Steven Gerrard var tilkynntur sem nýr fyrirliði liðsins í aðdraganda heimaleiks við slóvenska liðið NK Olimpija Ljubijana og tók hann við bandinu af Sami Hyypia. Þessi leikur endaði 3-0 og samanlagt 4-1 sem fleytti okkur áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða. Anthony Le Tallec gerði sitt eina mark fyrir liðið í leiknum og þeir Emile Heskey með sitt fimmtugasta og Harry Kewell skoruðu einnig í leiknum. El-Hadji Diouf brenndi af víti seint í leiknum.





Yngsti leikmaður í sögu Wales
2013 - Harry Wilson varð yngsti leikmaður í sögu Wales til að spila A-landsleik og um leið yngsti landsliðsmaður á mála hjá Liverpool er hann kom inná í 1-1 jafnteflisleik við Belga í undankeppni HM2014. Þessi leikur var einnig sá 78. og síðasti leikur Craig Bellamy fyrir land sitt og þjóð.


Tekið af ynwa.tv
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan