| Grétar Magnússon

Sturridge frá í 2-3 vikur

Meiðsli Daniel Sturridge eru ekki mjög alvarleg og hann verður líklega frá í 2-3 vikur. Hann er því í kapphlaupi við tímann um að vera klár í slaginn gegn Everton 27. september.

Öruggt er að Sturridge verður ekki með næstkomandi laugardag þegar Aston Villa koma í heimsókn, hann missir einnig af fyrsta Meistaradeildarleiknum á þessari leiktíð þegar búlgarska liðið Ludogorets heimsækir Anfield.

Helgina þar á eftir er leikur á útivelli gegn West Ham og verður að teljast ólíklegt að hann nái þeim leik og á þriðjudaginn þar á eftir er Deildarbikarleikur við Middlesboro á Anfield. Líklega hefði Sturridge verið hvíldur í þeim leik hvort sem er, en þetta eru að minnsta kosti þeir leikir sem hann missir af vegna meiðslanna sem hann hlaut á æfingu hjá enska landsliðinu.


Von er bundin við að Sturridge verði búin að ná sér í tæka tíð fyrir heimaleikinn 27. september gegn Everton. Hann skoraði 3 mörk gegn nágrönnunum á síðustu leiktíð, jöfnunarmark í 3-3 leik á Goodison Park og svo skoraði hann tvö gegn þeim í 4-0 sigri á Anfield, einnig misnotaði hann vítaspyrnu í þeim leik.

Sturridge hefur oftar en ekki náð sér af meiðslum fyrr en ráðgert hefur verið. Eftir það kom í ljós kom að aðeins var um smávægilega tognun í læri að ræða, er því eins og áður sagði bundin von við að hann verði klár í þennan stórleik.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan