| Elvar Guðmundsson

Á þessum degi

Að sjálfsögðu er af nægu að taka þegar kemur að upprifjun á 10. september í sögu klúbbsins. Kenny Dalglish spilaði sinn 101. landsleik og Alan Hansen lék sinn 200. deildarleik í 2-0 útisigri á Arsenal.

Liðsmenn Liverpool hverfa á nýjar slóðir

1992 - Dean Saunders var seldur til Aston Villa á 2,3 millj. punda aðeins ári eftir að hafa verið keyptur til liðsins fyrir metfé í þá daga, eða 2,9 milljónir punda. Dean lék 61 leik og setti 25 mörk í þeim leikjum.



1986 - Gary Ablett fór í stutta lánsferð til Hull og náði þar heilum 5 leikjum áður en snéri aftur heim. Blessuð sé minning hans.



Bellamy skilar sér aftur heim
2011 - Craig spilaði sinn fyrsta leik í seinni viðveru sinni á Anfield í 1-0 tapleik á móti Stoke þar sem J. Walters skoraði enn eina ferðina á móti okkur.

Rúllað yfir Bolton
1930 - Bolton voru rótburstaðir 7-2 á Anfield þar sem þeir Archie McPherson, Dick Edmed og Gordon Hodgson skoruðu allir 2 mörk og Jimmy Smith var með eitt.

Matt Busby setti sitt síðasta mark sem leikmaður Liverpool
1938 - Matt Busby, fyrrum leikmaður Manchester City og síðar framkvæmdastjóri Man.United, skoraði sitt þriðja og jafnframt seinasta mark fyrir Rauða herinn í 1-0 sigri á Charlton á Anfield Road.



Alan Hansen í annað hundrað deildarleiki

1983 - Hansen spilaði sinn annað hundraðasta deildarleik fyrir klúbbinn í 2-0 sigri á Arsenal á útivelli. Mörkin gerðu þeir Craig Johnston og Kenny Dalglish.

Óskamótherji þessa dags - Sheffield United

Við höfum þrisvar sinnum sigrað "The Blades" á þessum degi í gegnum tíðina.
1958 - Billy Liddell og Geoff Twentyman sáu um mörkin í 2-1 sigri á Anfield í 2. deildinni.
1928 - Dick Edmed setti tvö og Tom Reid eitt er við sigruðum 3-1 á Bramall Lane í efstu deild.
1921 - Einnig á Bramall Lane í Sheffield mörðum við 1-0 sigur með marki Tom Bromilow.



Kafteinn Thommo

1980 - Phil Thompson leiddi lið Englands í 4-0 stórsigri gegn Norðmönnum á Wembley í undankeppni fyrir HM á Spáni ´82. Í þeim leik setti Terry McDermott tvö. Þennan sama dag skoraði Mark Lawrenson, þá leikmaður Brighton, sigurmark Íra í 2-1 sigri þeirra á Hollendingum í sömu undankeppni.




King Kenny spilar landsleik nr. 101

1986 - Kenny Dalglish spilar sinn 101. landsleik með Skotum í markalausu jafntefli við Búlgaríu í Glasgow. Mark Lawrenson, Ian Rush og Ronnie Whelan voru einnig allir á vakt með sínum landsliðum þennan dag. Hér að neðan má sjá nokkur af frægustu mörkum Dalglish fyrir Liverpool.

.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan