| Sf. Gutt

Fyrstu 100 hjá Brendan Rodgers


Brendan Rodgers stýrði Liverpool í 100. sinn á móti Tottenham Hotspur á dögunum. Liverpool vann góðan 0:3 sigur í leiknum og hann þýddi að Brendan var kominn með  magnaðan árangur í fyrstu 100 leikjum sínum sem framkvæmdastjóri Liverpool.





Sigurinn þýddi að Norður Írinn hafði stýrt Liverpool til sigurs í 56 leikjum af fyrstu 100. Hann jafnaði þar með árangur þeirra Bill Shankly og Rafael Benítez. 




Aðeins einn framkvæmdastjóri í sögu Liverpool er með betri árangur úr sínum fyrstu 100 leikjum og er það sjálfur Kóngurinn Kenny Dalglish en hann landaði hvorki fleiri né færri en 62 sigrum í fyrstu 100 leikjum sínum.

Þetta er athyglisverður árangur hjá Brendan Rodgers og segir sína sögu um hversu vel hann hefur í raun byrjað feril sinn hjá Liverpool. Vonandi verður framhald á en hann á auðvitað enn eftir að vinna titla eins og þeir þrír fyrirrennarar hans sem hér eru nefndir gerðu í stórum stíl. 

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan