| Elvar Guðmundsson

Á þessum degi

Þetta gerðist 8. september í sögu Liverpool í gegnum árin. Haukur Ingi á afmæli, margir Rauðliðar í landsliðsverkefnum og fyrsti tapleikur Liverpool frá upphafi.

Afmæli þennan dag:
1972 - Markus Babbel, kom frítt árið 2000 frá FC Bayern og lék alls 73 leiki og skoraði í þeim 6 mörk.


1978 - Haukur Ingi Guðnason, kom frá Keflavík 1997 og var á mála hjá klúbbnum í heil 3 ár.

Anfield vígður


1888 - Fyrsti leikurinn á Anfield frá upphafi spilaður, þar sem nágrannar okkur í Everton unnu Accrington 2-1.

Fyrsti tapleikurinn í deildinni
1894 - Liverpool tapaði sínum fyrsta leik frá upphafi í ensku deildunum. Leikurinn var á öðru tímabili liðsins í deildarkeppninni eftir að hafa farið taplausir í gegnum 2. deildina á upphafstímabili okkar manna í Englandi.

Frumraunir sem ollu vonbrigðum
2001 - Fyrsti leikur Jerzy Dudek, einnar af hetjunum okkar frá Istanbul, fyrir Liverpool var tapleikur á Anfield Road gegn Aston Villa 1-3. Ungur leikmaður að nafni Steven Gerrard fékk rautt spjald í þessum leik.

1984 - Alan Kennedy skoraði en liðaði tapaði engu að síður fyrir Arsenal á gamla ,,frímerkinu" Highbury 1-3.

Stórsigrar á Anfield


1979 - Coventry var slátrað 4-0 með tveimur mörkum David Johnson ásamt sitthvoru markinu frá Jimmy Case og Kenny nokkrum Dalglish.

1917 - Port Vale var einnig sigrað 4-0 á þessum degi.

Liðsmenn Liverpool á skotskónum með sínum landsliðum


1999 - Yossi Benayoun hleður í þrennu fyrir Ísreal á móti San Marinó. Á sama degi skoraði Steve Staunton sigurmark Íra beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi á Möltu, hans fyrsta landsliðsmark. Þá skoraði Patrik Berger úr vítaspyrnu í góðum 3-0 sigri á Bosníu.

1993 - Ian Rush skoraði í 2-2 jafntefli Walesverja á móti Tékkum í undankeppni HM1994 í USA.

Xabi sá rautt á Laugardalsvellinum







2007 - Meistari Xabi Alonso fékk að líta rauða spjaldið í 1-1 jafntefli við Ísland í undankeppninni fyrir EM2008. Þar  jafnaði Iniesta í blálokin eftir að Emil Halfreðsson hafði komið Íslandi yfir undir lok fyrri hálfleiks. Fernando Torres kom einnig við sögu í þessum leik. Jose Reina var á bekknum. Meðfylgjandi myndir af Xabi, Fernando og Jose voru teknar hér á landi þegar spænska liðið kom hingað.

Undankeppnin fyrir HM 2006


Djibril Cisse skoraði í 2-0 sigri Frakka í Færeyjum. Einnig spiluðu landsleik þennan dag þeir Milan Baros, Jamie Carragher, Steve Finnan, Steven Gerrard og Sami Hyypia svo einhverjir séu nefndir.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan