| Sf. Gutt

Af ungum landsliðsmönnum

Það segir sitt um unga og efnilega leikmenn Liverpool að þrír hafa síðustu mánuði komist í aðallandslið sín. Svo var einn fyrrum ungliði Liverpool að spila sinn fyrsta landsleik nú á dögunum. 



Ryan McLaughlin spilaði sína fyrstu tvo landsleiki fyrir Norður Íra í lok síðustu leiktíðar. Hann er mjög efnilegur hægri bakvörður. Þó svo landslið Norður Íra sé ekki með þeim sterkari þá er það alltaf afrek að spila aðallandsleik áður en maður nær að spila með félagsliði. Reyndar lék Ryan fyrstu leiki sína með félagsliði þegar hann var í láni hjá Barnsley á síðustu leiktíð.  


Brad Smith lék á dögunum sinn fyrsta landsleik fyrir Ástrali. Hann er fæddur í Ástralíu en á enska foreldra. Hann gat því leikið fyrir hönd Englands og lék með yngri landsliðunum upp í undir 21. árs liðið. Nú um daginn var hann valinn í aðallandslið Ástrala og tók því tilboði opnum örmum. Hann lék einn aðalleik með Liverpool á síðustu leiktíð en er nú í láni hjá Swindon Town.


Harry Wilson lék í nóvember í fyrra fyrsta leik sinn fyrir Wales og varð yngsti landsliðsmaður sinnar þjóðar. Hann er talinn einn efnilegasti ungliði Liverpool. Harry er enn að spila með undir 18 ára liði Liverpool!





Í þessu sambandi má nefna Spánverjann Mikel San Jose Dominguez. Hann var á mála hjá Liverpool frá 2007 til 2010 og lék með varaliðinu á þeim tíma. Þegar hann fór frá Liverpool gekk hann til liðs við Atletico Bilbao þar sem hann leikur ennþá. Nú á dögunum lék Mikel, sem er miðvörður, sinn fyrsta aðallandsleik þegar Spánn tapaði 1:0 fyrir Frakklandi. 

Á þessu sést að ungir leikmenn Liverpool geta náð býsna langt þótt þeir nái kannski aldrei að festa sig í sessi í aðalliði félagsins.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan