| Grétar Magnússon

Fréttir af lánsmönnum

Gengi lánsmanna Liverpool með liðum sínum þessa helgina var frekar brösótt.





Luis Alberto og félagar í Malaga heimsóttu Valencia í spænsku deildinni á föstudagskvöldið. Valencia unnu þægilegan 3-0 sigur en Malaga voru leikmanni færri mestallan leikinn eftir að einn leikmanna var rekinn útaf í fyrri hálfleik. Malaga hafa þá spilað tvo leiki í deildinni á tímabilinu, unnið einn og tapað einum.

Á Ítalíu spilaði Rafa Paez allan leikinn í vörninni með Bologna í B deildinni gegn Perugia og tapaðist sá leikur 2-1. Þetta var fyrsti leikur tímabilsins í deildinni.





Á laugardaginn mættu Andre Wisdom og félagar í W.B.A. Swansea á útivelli í Úrvalsdeildinni. Heimamenn í Swansea unnu 3-0, Wisdom spilaði allan leikinn í vörninni. W.B.A. eru með 2 stig eftir 3 leiki í deildinni og sitja sem stendur í fallsæti.

Í næstu deild fyrir neðan kom Joao Carlos Teixeira inná sem varamaður í 2-2 jafntefli Brighton og Charlton. Brighton eru í 13. sæti deildarinnar eftir 5 leiki með 7 stig.


Í League One eða þriðju deildinni ensku spilaði Brad Smith allan leikinn með Swindon Town sem gerðu jafntefli við Coventry City á heimavelli 1-1. Swindon eru í 9. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 5 leiki.

Iago Aspas og félagar í Sevilla mættu Espanyol á laugardagskvöldið í spænsku deildinni. Sevilla vann leikinn 2-1 og sat Aspas allan tímann á varamannabekknum. Sevilla hafa unnið einn leik og gert eitt jafntefli í deildinni það sem af e.r







Það sama má segja um Divock Origi en hann kom ekkert við sögu þegar Lille og Monaco gerðu 1-1 jafntefli í frönsku deildinni. Lille eru í 3. sæti með 8 stig eftir 4 leiki.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan