| Sf. Gutt

Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!

                                                                         Samantekt dagsins!



22:00. Þá hefur verið lokað fyrir félagsksipti. Liverpool lánaði Sebastian Coates til Sunderland og Oussama Assaidi var lánaður til Stoke City. Ungliðinn Krisztian Adorjan gekk til liðs við Novara á Ítalíu. Fleira var það ekki að þessu sinni. 

21:30.
Nú rétt í þessu var staðfest af Liverpool að Oussama Assaidi sé orðinn leikmaður Stoke City á láni út leiktíðina. Hann mun því spila undir stjórn Mark Hughes og félaga annað tímabilið í röð, óhætt er að segja að þetta hafi verið löng fæðing. Fyrr í sumar bárust fréttir af því að Stoke væru nálægt því að kaupa leikmanninn en ekkert varð úr því.

20:30.
Svo voru það þeir sem voru orðaðir við Liverpool en fóru ekki fet. Edinson Cavani er ennþá leikmaður París Saint Germain. Úkraínumaðurinn Yevhen Konoplyanka virðist vera ennþá hjá Dnipro Dnipropetrovsk í heimalandi sínu. Hann var svo til kominn til Liverpool í janúar. Xherdan Shaqiri verður áfram hjá Bayern Munchen. Hann hafði áhuga á að komast í burtu til að spila meira en það gekk ekki hjá honum. Wilfried Bony verður um kyrrt í herbúðum Swansea.

20:00. Til gamans eru hér nokkrir teldir upp sem hafa verið orðaðir við Liverpool í sumar en farið annað. Micah Richards fór frá Manchester City til Fiorentina á Ítalíu. Radamel Falcao hefur verið lánaður frá Mónakó til Manchester United.  Samuel Eto'o  fór vissulega til Liverpool en reyndar gekk hann til liðs við Everton. Ashely Cole samdi við Róma.    



19:35. Samkv. James Pearce hjá Liv Echo verður ekkert úr því að Fabio Borini gangi til liðs við QPR. Launakröfur Borini voru of miklar fyrir QPR en hann vildi fá 90 þús pund á viku en félagið bauð honum 58 þús pund. 


19:00. Ungverski miðjumaðurinn Krisztián Adorján er genginn til liðs við Serie-C klúbbinn Novara Calcio. Hann gerir þriggja ára samning við Serie-C klúbbinn. Adjoran var síðustu leiktíð hjá Groningen að láni. 


 


16:35.
Merkilegt að ekkert hefur verið fjallað um að Liverpool og Tottenham hafi áhuga á sama eða sömu leikmönnum!

16:30. Það er alltaf svolítið gaman að fylgjast með hvert fyrrum leikmenn Liverpool eru að fara. John Arne Riise, sem var síðast hjá Fulham, mun nú vera kominn til Kýpur til að spila með Apoel Nicosia. Alex Kacaniklic, sem ólst upp hjá Liverpool og hefur leikið með Fulham upp á síðkastið, hefur verið lánaður til F.C. Kaupmannahafnar. Alex hefur spilað með sænska landsliðinu.

 

Xabi Alonso fór óvænt frá Real Madrid á dögunum og gerði samning við Bayern Munchen. Þar hittir hann auðvitað fyrir Jose Reina fyrrum félaga sinn hjá Liverpool.




David Ngog, sem hefur verið hjá Bolton en lék sem lánsmaður hjá Swansea á seinni hluta síðustu leiktíðar, er farinn til franska liðsins Reims.

16:00. Nokkuð hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að Brendan Rodgers vilji fá markmann í liðshóp sinn. Það hefur svo sem verið fjallað um þetta af og til í allt sumar. Í morgun var Victor Valdes markmaður Barcelona nefndur. Hann hefur áður verið orðaður við Liverpool en þá var hann orðaður sem skiptimaður við Jose Reina. Hann fór auðvitað til Bayern Munchen en kannski er Victor inni í myndinni. 

 

15:30. Allt lítur út fyrir að kantmaðurinn Oussama Assaidi muni eftir alltsaman fara á láni til Stoke City. Títtnefndur James Pearce segir að félagið sé tilbúið að greiða Liverpool eina milljón punda og öll laun leikmannsins á tímabilinu. Við sjáum hvort ekki verði af þessum félagaskiptum áður en glugginn lokar.


 



14:50. Pearce tísti núna rétt í þessu að 12 milljón punda tilboði Q.P.R. hefði verið tekið og Borini fær leyfi til að ræða við félagið um kaup og kjör.
14:40. James Pearce, blaðamaður Liverpool Echo var að tísta rétt í þessu að Queens Park Rangers hafi áhuga á að kaupa Fabio Borini. Félagið er að reyna að fá Jermain Defoe frá Toronto FC í Kanada, ef það gengur ekki upp þá mun Borini vera næsti kostur.

11:30. Hermt er að ungliðinn Krisztian Adorjan sé að fara til ítalska liðsins Novara. Ungverjinn var í láni hjá Groningen í Hollandi á síðustu leiktíð.

 

10:30. Luis nokkur Suarez mætti á Melwood, æfingasvæði félagsins í dag. Það þykir auðvitað fréttnæmt en hann var víst bara að sækja nokkra hluti sem hann átti enn þar inni og svo kom hann færandi hendi eins og myndin hér fyrir neðan sýnir. Fyrirliðinn birti þessa mynd á Instagram síðu sinni rétt áðan. 



 



8:15. AC Milan fékk reyndar sóknarmann í liðshópinn fyrir helgina en Chelsea lánaði ítalska félaginu Fernando Torres næstu tvær leiktíðirnar. Eins og allir stuðningsmenn Liverpool vita þá hefur Fernando gengið fátt í hag frá því hann gekk til liðs við Chelsea en vonandi nær hann sér eitthvað á strik á Ítalíu. Hann er að minnsta kosti í svart og rauð röndóttum búningi eins og hann ólst upp í hjá Atletico Madrid. 

8:00. Það virðist vera nokkuð óljóst hvað verður um Fabio Borini. Sunderland vill fá hann en hann sjálfur virðist vilja vera áfram hjá Liverpool. Hann hefur reyndar verið orðaður við AC Milan. Það vantar jú sóknarmann þar eftir að Mario Balotelli fór til Liverpool.

7:30. Í gærkvöldi var greint frá því á vefsíðu Daily Mail að Sebastian Coates yrði lánaður til Sunderland. Þetta var ekki staðfest á heimasíðu Liverpool en gæti vel orðið. Gustavo Poyet, framkvæmdastjóri Sunderland, er jú frá Úgúgvæ eins og Sebastian. Fari Sebastian í lán til Sunderland er útilokað að Fabio Borini verði líka lánaður þangað.   

 

7:00. Brendan Rodgers sagði á blaðamannafundi eftir sigur Liverpool á Tottenham í gær að það gæti verið að svona eins og einn leikmaður myndi verða keyptur áður en lokað yrði fyrir félagaskipti. Hann sagði þó trúlegra að einhverjir færu. Lucas Leiva, Fabio Borini, Oussama Assaidi og Suso eru taldir líklegastir til að fara.  


                                                                             Staðan í gærkvöldi! 

Í gærkvöldi var staðan sú að níu leikmenn hafa gengið til liðs við Liverpool í sumar. Einn til viðbótar hefur svo verið fenginn að láni. Síðastur til að koma er ítalski landsliðamaðurinn Mario Balotelli. Sex leikmenn hafa verið seldir og átta lánaðir. Daniel Agger er síðastur til að fara hingað til en hann yfirgaf Liverpool óvænt á laugardaginn. 

Komnir: Adam Lallana (Southampton, £23m), Lazar Markovic (Benfica, £20m), Mario Balotelli (AC Milan, £16m), Alberto Moreno (Sevilla, £12m), Emre Can (Bayer Leverkusen, £9.8m), Rickie Lambert (Southampton, £4m) Dejan Lovren (Southampton, £20m), Divock Origi (Lille, £10m), Kevin Stewart (Tottenham, frjáls sala) og Javier Manquillo (Atletico Madrid, lánsmaður).

Seldir: Luis Suarez (Barcelona, £75m), Jose Reina (Bayern Munich £2m), Martin Kelly (Crystal Palace, £1.5m), Conor Coady (Huddersfield, £500,000), Daniel Agger (Brondby, óvíst um söluverð) og Jack Robinson (QPR, óvíst um söluverð).


Lánaðir: Luis Alberto (Malaga), Iago Aspas (Sevilla), Andre Wisdom (West Brom Albion), Divock Origi (Lille), Brad Smith (Swindon), Joao Carlos Teixeira (Brighton), Tiago Llori (Bordeaux) og Jordan Ibe (Derby).

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan