| Sf. Gutt

Dregið í Meistaradeildinni

Í kvöld lauk forkeppni Meistaradeildarinnar og á morgun verður dregið í riðlakeppnina sem hefst í næsta mánuði. Liverpool er að sjálfsögðu með í pottinum.

Allt útlit er á að Liverpool lendi í erfiðum riðli en fjarvera liðsins úr keppninni síðustu leiktíðir, eða frá sparktíðinni 2009/10, veldur því að liðið hefur fallið niður í þriðja styrkleikaflokk. Það sem mestu máli skiptir er þó að Liverpool er með í keppninni á nýjan leik og það verður spennandi að sjá hvaða þrjú lið Rauði herinn berst við á haustdögum og fram á veturinn!

Svona er í pottana búið fyrir dráttinn.

Fyrsti pottur: Real Madrid, Barcelona, Bayern Munchen, Chelsea, Benfica, Atletico Madrid, Arsenal, Porto.

Annar pottur: Schalke, Dortmund, Juventus, Paris St-Germain, Basel, Shakhtar Donetsk, Manchester City, Zenit.

Þriðji pottur: Bayer Leverkusen, Olympiakos, CSKA Moskva, Ajax, Liverpool, Sporting Lissabon, Galatasaray, Athletic Bilbao.

Fjórði pottur: Anderlecht, Roma, Apoel Nicosia, Bate Borisov, Ludogorets, Maribor, Monakó, Malmö.

Lið frá sama landi geta ekki dregist saman. Dregið verður seinni partinn á morgun.







TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan