| Sf. Gutt

Meiðslafréttir

Brendan Rodgers greindi frá stöðu í meiðslamálum á blaðamannafundi í gær. Tveir sem hafa verið meiddir að undanförnu eru farnir að æfa. Um er að ræða þá Lazar Markovic og Adam Lallana.

Lazar verður til taks fyrir leik Liverpool í Manchester gegn Englandsmeisturunum á mánudagskvöldið. Hann hefur verið frá vegna meiðsla frá því í Ameríkuferðinni.

Adam hefur verið frá æfingum frá því í sumar og tók ekki þátt í einum einasta æfingaleik. Hann er því rétt að taka fyrstu skrefin eftir meiðslin og verður ekki tiltækur í bili.

Þó ástandið hafi lagast á meiðslalistanum eru þeir Daniel Agger, Jose Enrique og Jon Flanagan enn á honum. Jon á lengst í land af þeim ef rétt er skilið. Hann og Daniel hafa verið meiddir frá því í Ameríkuferðinni.

Brendan sagði að Alberto Moreno yrði tiltækur í leikmannahópinn fyrir leikinn við Manchester City. Hann er nú orðinn leikmaður Liverpool og búinn að kveðja herbúðir Sevilla. Hann fór sérstaka ferð til Spánar núna í vikunni til að kveðja félaga sína.

Hér eru myndir frá Melwood þar sem leikmenn Liverpool voru að æfa.



 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan