| Sf. Gutt

Jafnt hjá varaliðinu

Varalið Liverpool gerði í kvöld jafntefli á Anfield vð Manchester United. Liverpool komst yfir en það dugði ekki til sigurs.

Leikurinn var fjörugur og ekkert var gefið eftir frekar en þegar aðalliðin mætast. Liverpool komst nærri því að skora eftir um hálftíma þegar Jordan Lussey átti skot sem fór í stöngina utanverða. Rétt á eftir hinu megin á vellinum átti Patrick McNair skalla í stöng. Markalaust var í leikhléi. 

Liverpool var sterkari aðilinn eftir leikhlé. Harry Wilson átti gott skot úr aukaspyrnu sem markmaður United varði naumlega í horn. Næstu aukaspyrnu varði hann þó ekki en skot Jordan Lussy hafnaði neðst í markhorninu. Vel gert hjá Jordan. Því miður náðu gestirnir að jafna í næstu sókn. Tom Lawrence skoraði þá af stuttu færi eftir einleik James Weir. 

Liverpool reyndi að herja fram sigur undir lokin og Sergi Canos fékk gott færi til þess þegar hann slapp einn í gegn en Joel Castro Pereira varði. Úrslitin urðu því jafntefli 1:1 og gestirnir voru mun ánægðari með þá niðurstöðu en gestgjafarnir. 

Liverpool: Ward, McLaughlin, Stewart, Williams, Jones, Rossiter, Wilson (Canos), Lussey (Pelosi), Ojo, Brannagan og Peterson (Yesil). Ónotaðir varamenn: Maguire og Vigouroux.

Hér eru
 myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan