| Sf. Gutt

Mario Balotelli á leið til Liverpool?

 

Liverpool Echo og fleiri traustir fjölmiðlar fullyrða að Liverpool standi nú í samningaviðræðum við AC Milan um kaup á framherjanum Mario Balotelli. Mögulegt kaupverð hefur verið nefnt um 16 milljónir sterlingspunda. Heimildir eiga að vera traustir og málið komið all langt á veg.    

Mario, sem er aðeins 24. ára, hóf ferillinn hjá Inter Milan þar sem hann vann þrjá landstitla og einn bikartitil. Hann gekk til liðs við Manchester City árið 2010. Mario vann F.A. bikarinn 2011 og enska meistaratitilinn árið eftir en yfirgaf félagið 2013 og fór til hins liðsins í Mílanó. En nú virðist sem svo að Mario sé aftur á leiðinni til Englands. Hann hefur verið landsliðmaður Ítala síðustu árin. Það hefur þó gengið á ýmsu í kringum Mario innan vallar sem utan í gegnum tíðina en það þarf ekki að efast um knattspyrnuhæfileika hans.

Þetta verður að teljast stórfrétt en það hefur þó verið vitað að Brendan Rodgers vill kaupa sóknarmann og það fyrr en seinna. Hann sagði á blaðamannafundi eftir leik Liverpool og Southampton um helgina að stefnan væri sú að kaupa framherja áður en lokað verður fyrir félagaskipti í lok mánaðarins.

Liverpool mætir Manchester City á útivelli á mánudagskvöldið!

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan