| Sf. Gutt

Tekist á við AC Milan!

Liverpool mætir ítalska liðinu AC Milan annað kvöld í Ameríkukeppninni. Þá rifjast upp magnaðar Evrópuúrslitarimmur liðanna frá því 2005 og 2007.





































Liverpool og AC Milan mættust í magnaðasta úrslitaleik allra tíma að margir telja þann 25. maí 2005 í Istanbúl. Liverpool náði þá að snúa vonlausri 0:3 hálfleiksstöðu í 3:3 á sex mínútum á upphafskafla síðari hálfleiks. Liverpool vann svo Evrópubikarinn  í vítaspyrnukeppni. Þetta er mikil einföldun á gangi mála því margt annað gerðist í þessum goðsagnakennda leik. En eftir stóð að Liverpool vann Evrópubikarinn í fimmta sinn!
 



















Tveimur árum seinna, 23. maí 2007, mættust sömu lið í Aþenu í úrslitaleik um Evrópubikarinn. Þó svo að það hafi verið álit flestra að Liverpool liðið hafi verið betra og leikið betur en tveimur árum áður þá tapaðist leikurinn 2:1. Þetta voru auðvitað mikil vonbrigði fyrir stuðningsmenn Liverpool en það er aldrei á vísan að róa í knattspyrnunni.

Nú mætast Liverpool og AC Milan í fyrsta skipti eftir úrslitaleikina tvo. Það er minna undir í Charlotte en vorin 2005 og 2007 en leikurinn rifjar upp þessa mögnuðu úrslitaleiki. Steven Gerrard er eini leikmaður Liverpool sem lék báða úrslitaleikina en þeir Jose Reina og Daniel Agger voru með 2007. Með sigri annað kvöld kemst Liverpoool í úrslit á Ameríkumótinu.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan