| Sf. Gutt

Af Hillsborough réttarhöldunum

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir réttarhöld vegna harmleiksins á Hillsborough. Eins og allir muna þá var, haustið 2012, hulunni svipt af yfirhylmingu og lygum sem voru viðhöfð alla tíð. Í kjölfarið var heimilað að málið yrði tekið upp á nýjan leik og réttarhöldin sem nú standa yfir eru liður í því.   

Frá því réttarhöldin hófust hafa fjöldi manns borið viti og ber flest að sama brunni. Yfirhylming, lygar og annað verra var viðhaft af yfirvöldum á öllum stigum málsins. Þetta hefur lengi verið vitað en nú er verið að fara yfir málið í þaula.

Hver niðurstaðan verður er ekki vitað en það getur ekki annað verið en einhverjir verði dregnir til ábyrgðar. Tíminn leiðir það þó í ljós. Í dag var síðasti dagur réttarhaldanna í bili en nú tekur við sumarhlé.

Það eitt að þessi réttarhöld fari fram er stórsigur fyrir aðstandendur þeirra sem fórust á Hillsborough. Vonandi nær réttlætið nú fram að ganga!

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan