| Sf. Gutt

Tveir spænskir bakverðir á leiðinni?


Liverpool Echo greinir frá því að Liverpool sé við að kaupa tvo Spánverja. Annar hefur verið í sigtinu hjá Liverpool í allt sumar. Sá er Alberto Moreno, vinstri bakvörður Sevilla. Allt útlit var um tíma á því að Liverpool myndi ekki hafa erindi sem erfiði í að næla í Alberto og forráðmenn Sevilla voru búnir að neita tilboði Liverpool. En nú mun hafa rofað til í því efni og hver veit nema Alberto komi til Liverpool.  


Hinn leikmaðurinn er Javier Manquillo sem er hægri bakvörður hjá Atletico Madrid. Liverpool Echo telur sig hafa heimildir fyrir því að Javier verði fenginn að láni til að byrja með.

Brendan Rodgers hefur leitað að vinsti bakverði í allt sumar og tveir sem hann hafði áhuga á hafa nú farið til annarra félaga. Ben Davies, sem lék með Swansea, endaði hjá Tottenham. Brendan hafði líka hug á Ryan Bertrand, leikmanni Chelsea, en hann var lánaður til Southampton. Chelsea vildi einfaldlega ekki leyfa honum að fara til Liverpool. Svo einfalt var það nú!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan