| Sf. Gutt

Getur ekki staðist!

Öllum að óvörum varð ekkert úr því að franski sóknarmaðurinn Loic Remy kæmi til Liverpool. Læknisfræðilegar ástæður voru sagðar fyrir því að kauptilboðið var dregið til baka en Loic var kominn alla leið til Ameríku og allt stefndi í vistaskipti. Hermt er að Loic hafi fallið á læknisskoðun en Brendan Rodgers sagði á blaðamannafundi að það væri ekkert um málið að segja og neitaði hvorki né játaði læknisskoðununarsögunni.

Harry Redknapp, framkvæmdastjóri Q.P.R., segir það ekki geta staðist að Loic hefði fallið á læknisskoðun og furðaði sig á því að forráðamenn Liverpool skyldu ákveða að kippa að sér höndum. Harry sagði að Loic væri við hestaheilsu og það amaði ekkert að honum. Hann sagði að það hlyti að vera einhver önnur ástæða fyrir því að Liverpool hefði hætt við en sú að Loic væri eitthvað laskaður. Kannski verður ástæðan fyrir því að Loic Remy kom ekki til Liverpool aldrei upplýst en það var mjög óvænt að forráðmönnum Liverpool snerist hugur.

  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan