| Sf. Gutt

Fabio enn í sigti Sunderland

Fréttir herma að Fabio Borini sé enn í sigtinu hjá Sunderland. Allt leit út fyrir vistskipti um daginn en svo virtist allt stopp en nú er aftur komin hreyfing á málið. Þegar kaupin á Loic Remy duttu upp fyrir virtist sem forráðamenn Liverpool vildu halda Fabio til öryggis en líklega er Ítalinn til sölu eftir allt saman.

Forráðmenn Sunderland munu þó vilja ganga frá kaupunum sem fyrst og þess vegna verða Brendan Rodgers og hans menn að vera snöggir að hugsa sig um. Fabio var geysilega vinsæll hjá stuðningsmönnum Sunderland enda átti hann stóran þátt í að Svörtu kettirnar héldu sér í deildinni með mörkum og stoðsendingum. Fabio var kjörinn efnilegastur leikmanna félagsins í vor.  



Fabio meiddist á öxl þegar Liverpool lék við hans gamla félag Roma í Boston á dögunum en þau meiðsli munu ekki vera alvarleg. Brendan Rodgers sagði að Ítalinn myndi ekki vera lengi frá. Meiðslin ættu því ekki að koma í veg fyrir hugsanleg vistaskipti norður í land.



 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan