| Sf. Gutt

Ummæli Roy fóru í taugarnar á Luis!

Roy Hodgson landsliðsþjálfari Englands sagði fyrir leik Englands og Úrúgvæ að Luis Suarez væri enn ekki í heimsklassa og ætti eitthvað í land með að komast á sama stall og þeir allra bestu. 

,,Þú getur verið frábær leikmaður í deildinni þinni en til að geta talist í flokki þeirra allra bestu verður þú að sýna hvað í þér býr á heimsmeistaramóti. Hann getur komist í þann flokk. Hann er alveg magnaður leikmaður. En ef þú ætlar að komast á stall með Maradona, Pele, Beckenbauer og Cruyff og Pirlo þé verður þú að standa þig á þessum vettvangi."

Þessi ummæli Roy litu ekki vel út eftir leikinn því Luis skoraði tvö glæsileg mörk og tryggði Úrúgvæ 2:1 sigur. Um leið var enska liðið svo til úr leik sem svo kom í ljós í gær. Það var svo sem töluvert til í því sem Roy sagði en hann hefði nú betur átt að láta þetta ósagt fyrir þennan leik. Luis sagði líka eftir leikinn að ummæli Roy hefðu farið í taugarnar á honum og hvatt hann til dáða! Svo stendur eftir að Luis hefur skorað fimm mörk í sjö leikjum í þeim tveimur úrslitakeppnum HM sem hann hefur tekið þátt í hingað til. Það er reyndar ekki ekki sem verst á stóra sviðinu!

Þess má geta að lögð voru drög að kaupum á Luis Suarez frá Ajax til Liverpool á meðan Roy Hodgson var enn framkvæmdastjóri Liverpool. Það var á hinn bóginn ekki gengið frá kaupunum fyrr en eftir að Kenny Dalglish tók við starfi Roy í janúar 2011.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan