| Sf. Gutt

Luis meiddur á hné og fór í aðgerð!

 

Þær fréttir bárust frá Úrúgvæ í dag að Luis Suarez hafi farið í aðgerð á hné til að lagfæra meiðsli. Luis varð fyrir meiðslunum í lokaleik Liverpool og Newcastle United í lokaumferð Úrvalsdeildarinnar. Meiðslin munu eiga rót að rekja til brots Paul Dummett á Luis undir lok leiksins. Paul var rekinn af velli fyrir brotið. Ef rétt er skilið skaddaðist liðþófi og er aðgerðin metin sem llítilsháttar.

Þó svo að aðgerðin hafi verið minniháttar tekur ákveðinn tíma að ná sér eftir hana og nokkur óvissa er ríkjandi um hvort Luis verði orðinn leikfær þegar Heims­meist­ara­keppn­in í knatt­spyrnu hefst í næsta mánuði. Víst er að í herbúðum Úrúgvæ verður lagt allt kapp á að hraða öllu þannig að Luis geti tekið þátt í keppninni miklu en þar ætla Suður Ameríkumeistararnir sér stóra hluti.

Áhyggjuefni Liverpool er að of hart verði lagt að Luis þannig að hann fari verr út úr meiðslunum en þyrfti. Aðgerðin og framgangur endurhæfingar verður væntanlega í samvinnu við læknalið Liverpool. En við stuðningsmenn Liverpool vonum að Luis nái sér vel og verði tilbúinn í slaginn þegar næsta keppnistímabil hefst.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan