| Grétar Magnússon

Samningur við Subway

Í dag tilkynnti Liverpool F.C. að samstarfssamningur við skyndibitakeðjuna Subway hefði verið undirritaður.


Til að byrja með hefur Subway sent heilsubáta sína til þátttakenda í Liverpool FC Foundation verkefninu alla þessa viku.  Heilsubátarnir hvetja þar með unga fólkið í þessu verkefni til að borða hollt og æfa vel, en það er jú eitt af markmiðum félagsins þegar kemur að því að styðja við uppbyggingu unga fólksins.

Billy Hogan, yfirmaður auglýsingamála hjá félaginu sagði:  ,,Við erum ánægðir með að geta boðið Subway vörumerkið sem opinberan samstarfsaðila félagsins.  Við höfum unnið náið með Subway undanfarnar vikur og séð frá fyrstu hendi hveru mikilvægt þeim finnst að styðja við nærsamfélag sitt.  Við erum spenntir fyrir samstarfinu með risastóru fyrirtæki sem er jafn umhugað og okkur um mikilvægi þess að senda jákvæð skilaboð út í samfélagið."

Subway veitingastaðir um allan heim eru nú hvorki fleiri né færri en 41.675 í 104 löndum.  Bara í Bretlandi eru 1.769 staðir og 31 af þeim eru í og kringum Liverpool.  Fyrr á þessu ári tilkynnti fyrirtækið um fyrirætlanir þess efnis að fjölga stöðum í Bretlandi og Írlandi upp í 3.000 á næstu sex árum og skapa þar með um 13.000 ný störf.

Manaaz Akhtar, svæðismarkaðsstjóri Subway í Evrópu sagði af þessu tilefni:  ,,Sem vörumerki erum við einbeittir í því að styðja við alla þá sem vilja vera virkari í daglegu lífi og samstarf við Liverpool FC gefur okkur frábært tækifæri til að styðja enn betur við það og taka þetta á næsta stig."

,,Hvort sem menn vilja spila í hæsta gæðaflokki í Úrvalsdeildinni eða leika sér í garðinum, þá getur Subway boðið uppá margvíslegar leiðir til þess að fólk fái þá næringu sem til þarf að ná bestu frammistöðunni."





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan