| Heimir Eyvindarson

Sunderland heldur áfram að hjálpa til!

Sunderland ætlar að reynast Liverpool vel í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Á miðvikudag gerði liðið jafntefli við Manchester City og í dag lá Chelsea fyrir norðanmönnum!  

Það sannaðist rækilega í dag að lið sem eru að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni geta verið ansi skeinuhætt. Jose Mourinho og lærisveinar hans í Chelsea fengu að kenna á því á Stamford Bridge í dag, þegar fallkandidatarnir í Sunderland komu í heimsókn.

Leikurinn endaði 1-2 fyrir gestina og það var vel við hæfi að Fabio Borini leikmaður Liverpool, sem hefur verið á láni hjá Sunderland í vetur skoraði sigurmark Sunderland. Það gerði hann úr vitaspyrnu á 82. mínútu. Frábær úrslit fyrir Liverpool og jafnframt áminning um að vanmeta alls ekki Norwich á morgun.

YNWA!  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan