| Grétar Magnússon

Fjórir frá Liverpool tilnefndir

Tilnefningar til besta leikmanns ársins og besta unga leikmanns ársins hafa nú verið tilgreindar.  Eins og við var að búast eru fulltrúar frá Liverpool tilnefndir.


Þeir Steven Gerrard, Daniel Sturridge og Luis Suarez eru allir tilnefndir sem leikmenn ársins ásamt Eden Hazard hjá Chelsea, Adam Lallana hjá Southampton og Yaya Toure hjá Manchester City.

Daniel Sturridge er auk þess einnig tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn ásamt félaga sínum Raheem Sterling.  Auk þeirra eru tilnefndir Ross Barkley hjá Everton, Eden Hazard, Aaron Ramsey hjá Arsenal og Luke Shaw hjá Southampton.


Úrslitin verða tilkynnt sunnudaginn 27. apríl næstkomandi.

Fyrirliðinn Steven Gerrard hefur verið frábær á tímabilinu, auk þess að hafa þurft að aðlagast nýju hlutverki á miðjunni hefur hann skorað 13 mörk í deildinni og átt 10 stoðsendingar.


Fyrir framan hann hafa þeir Sturridge og Suarez svo staðið sig jafnvel enn betur en Sturridge hefur skorað 20 deildarmörk og Suarez 29 á tímabilinu.  Suarez hefur auk þess átt 12 stoðsendingar á leiktíðinni.

Fyrir ári síðan var Suarez annar í kjörinu fyrir leikmann ársins á eftir Gareth Bale.  Síðasti leikmaður félagsins til að vinna þessi verðlaun var Steven Gerrard tímabilið 2005-06.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan