| Heimir Eyvindarson

City tapaði stigum í kvöld

Manchester City tók á móti Sunderland á Etihad í kvöld. Lokatölur leiksins urðu 2-2. Tvö dýrmæt stig í súginn þar hjá helstu keppinautum Liverpool. 

Nú þegar örfáar umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni fylgjast stuðningsmenn Liverpool grannt með keppinautum sínum um enska meistaratitilinn, Chelsea og Manchester City. Draumurinn ótrúlegi lifir góðu lífi enn sem komið er og í kvöld misstigu okkar helstu keppinautar sig rækilega á eigin heimavelli.

Jordan Henderson var meðal áhorfenda á Etihad í kvöld, að fylgjast með uppeldisfélagi sínu Sunderland. Honum hefur örugglega ekki leiðst á vellinum því eftir að City hafði leitt leikinn með einu marki fram í miðjan síðari hálfleik skoraði Conor Wickham 2 mörk með stuttu millibili fyrir Sunderland og lengi vel stefndi því í óvæntan sigur gestanna úr norðrinu. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka gerði Vito Mannone markvörður gestanna hinsvegar klaufaleg mistök sem tryggðu heimamönnum eitt stig úr leiknum.

Fabio Borini var í byrjunarliði Sunderland í kvöld, en var skipt út af á 69. mínútu. 

Þessi úrslit þýða að nú er Liverpool sex stigum á undan Manchester City, en City liðið á einn leik til góða á okkar menn. 

Draumurinn lifir! 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan