| Grétar Magnússon

Nýr búningur kynntur

Í dag var nýr aðalbúningur félagsins fyrir næsta tímabil kynntur til sögunnar. Sjón er sannarlega sögu ríkari.


Sem fyrr er það Warrior sem framleiðir alla búninga félagsins og er nýjasta tækni notuð í allri hönnun og framleiðslu.  Hönnunin sækir innblástur sinn til áranna í kringum 1960 en á þeim árum skipti Bill Shankly litum félagsins yfir í alrauðan búning en áður var hvíti liturinn hluti af aðalbúningi félagsins.  Á þessum árum vann liðið deildina tvívegis og F.A. Bikarinn.


Roger Hunt var mikilvægur hlekkur í liðinu á þessum tíma, hann hrósar nýja búningnum í hástert og segir að leikmennirnir komi til með að líta út eins og risar á ný. Fyrir þá sem ekki þekkja gerði Shankly ýmsar breytingar á búningi félagsins og hlutum í kringum búningsherbergin sem gerði það að verkum að leikmennirnir virtust allir vera stærri en mótherjinn.


Roger Hunt, sem skoraði 286 mörk fyrir félagið á ferli sínum, bætti við:  ,,Ég spilaði fyrir Liverpool í yfir áratug og man eftir þeim tíma er Shankly breytti búningi félagsins yfir í alrauðan.  Það er ánægjulegt að sjá það 50 árum síðar að Liverpool líta enn út eins og risar í alrauðum búningi."

Brendan Rodgers bætti við:  ,,Sjöundi áratugurinn var áratugur sem mótaði félagið gríðarlega - Roger Hunt, Ian St John, Ron Yeats - listinn af goðsögnum sem spiluðu undir stjórn Shanklys er nánast endalaus.  Fyrir leikmenn sem klæðast þessari treyju sem minnir á tímabil í sögu félagsins sem var mjög sigursælt gæti þetta orðið til þess að þeir sæki innblástur sinn í þetta."





Hér eru myndir af nokkrum leikmönnum Liverpool í nýja búningnum.

Hér eru myndir frá kynningu á búningnum.

Þess má geta að nýi búningurinn mun fara í sölu frá og með 9. maí.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan