| Sf. Gutt

Kenny ánægður með störf Brendan

Þann 1. júní 2012 var Brendan Rodgers ráðinn framkvæmdastjóri Liverpool og tók við starfi Kenny Dalglish. Kenny, sem nú situr í stjórn Liverpool Football Club, er mjög ánægður með arftakann og það starf sem hann hefur unnið.
 
,,Andrúmsloftið hérna hjá félagainu er orðið eins og það var áður fyrr og það er frábært. Allir eru samtaka og það magnaða er að það hefur skilað sér til leikmannanna. Brendan hefur unnið frábært starf hérna. Hann hefur náð einingu meðal leikmanna og fengið þá til að spila hvern fyrir annan."

,,Knattspyrnufélagið er líka í góðu standi utan vallar. Allt er á uppleið og vonandi heldur sú þróun áfram. Ef Liverpool nær ekki að vinna titilinn þá verða það vonbrigði því við erum svo nærri því og höfum lagt allt okkar í að vinna. En það verður frábært afrek að komast í Meistaradeidlina. Allir myndu vilja sjá okkur í henni og það yrði frábært að ná því takmarki. Allt umfram það yrði alveg frábært."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan