| Heimir Eyvindarson

Sturridge kominn með 20 mörk í deildinni

Daniel Sturridge skoraði 20. mark sitt í deildinni á þessu tímabili þegar hann smellti boltanum í samskeytin í upphafi seinni hálfleiks gegn Sunderland í gær.



Sturridge og Suarez, eða SAS eins og þeir eru gjarnan nefndir, hafa farið mikinn í vetur. Samtals hafa þeir skorað 48 mörk í Úrvalsdeild á leiktíðinni, Suarez 28 og Sturridge 20. Það eru heil 50 ár síðan það gerðist síðast að Liverpool átti framherjapar þar sem báðir fóru yfir 20 marka múrinn í deildinni. Þá voru engir aðrir á ferðinni en goðsagnirnar Roger Hunt og Ian St. John. Ekki leiðum að líkjast.

,,Þetta er skemmtilegur áfangi, en velgengni liðsins er það sem öllu máli skiptir", segir Sturridge í samtali við Liverpool Echo.

,,Þetta snýst ekki um mig. Ég þakka Guði fyrir allt sem gerist í mínu lífi og ég þakka honum fyrir að gefa mér þetta kleyft."

,,Leikurinn var erfiður, það er alltaf erfitt að mæta liði sem verst svona aftarlega. En við sýndum mikla þolinmæði í fyrri hálfleik og unnum vel saman. Það var fyrir öllu að fá þrjú stig. Nú verðum við bara að halda áfram að leggja hart að okkur. Við erum allir einbeittir í að gera okkar besta."


,,Vörnin okkar stóð síðan vaktina vel þegar við vorum undir pressu í lok leiksins. Stundum þróast leikir svona og þá er mikilvægt að allir séu tilbúnir að berjast fyrir stigunum. Liðið sýndi góðan vilja í gær."

,,Það eru 7 leikir eftir í deildinni og við slökum hvergi á. Þeir verða allir erfiðir, hver á sinn ólíka hátt. Við veltum okkur ekki svo mikið upp úr því hver andstæðingurinn er hverju sinni. Við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum. Ef við höldum áfram að leggja okkur fram og spila vel, þá getur allt gerst."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan