| Sf. Gutt

Algjörlega óviðjananlegur!

Það er búið að hrósa Steven Gerrard mikið í gegnum tíðina enda ótal ástæður til. Sigurmark hans 2:3 á síðustu stundu á móti Fulham gaf Brendan Rodgers tilefni til að hrósa meistaranum. 

,,Hann var framúrskarandi og hann hefur verið það fyrir mig alla leiktíðina. Steven hefur verið einn besti leikmaður í heimi síðustu 10 eða 11 árin sóknarlega séð. Núna er hann farinn að leika annað hlutverk og hann hefur sýnt að hann getur aðlagað sig að annarri stöðu og það segir sína sögu um hversu skynugur hann er. Hann getur ennþá haft sitt að segja fyrir liðið."

Steven Gerrard var frábær á móti Fulham og það var ekki bara vítaspyrnan mikilvæga sem hann lagði af mörkum. Stórfengleg sending hans lagði upp mikilvægt mark fyrir Daniel Sturridge sem jafnaði leikinn 1:1 þegar Liverpool hafði ekki verið að spila vel.

,,Sendingin var frábær og Steven er óviðjafnanlegur á augnablikum þegar spennan er mest. Hann er stórfenglegur og vítaspyrnan sem tryggði sigur í leiknum var frábær."

En hvað sagði Steven sjálfur um leikinn?

,,Þetta var frábær sigur fyrir strákana. Ég tók vítið undir lokin sem var mjög mikilvægt en skapstyrkurinn og ákveðnin sem við sýndum í dag skipti mestu máli. Mér fannst við ekki leika nógu góða vörn en við sýndum mikla baráttu og gáfumst aldrei upp. Ef maður berst svona þá mun oftar en ekki eitthvað falla með manni og það gerðist einmitt hjá okkur undir lokin. Þetta var frábær sigur fyrir okkur!"

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan