| Sf. Gutt

Klappað fyrir stráknum!

Jon Flanagan fékk mikið hrós eftir frábæra framgöngu í Liverpool rimmunni um helgina. Steven Gerrard sagði að strákurinn hefði fengið klapp í búningsklefanum eftir leikinn.

,,Jon Flanagan var langbestur í liðinu okkar. Hann fær nú ekki margar fyrirsagnir en sem fyrirliði liðsins þá var hann sá leikmaður sem ég var stoltastur af. Mér fannst hann alveg ótrúlegur. Hann er búinn að leggja hart að sér á æfingum og þá bara til að komast í 18 manna hópinn hvað það byrjunarliðið en framkvæmdastjórinn henti honum út í djúpu laugina á móti Kevin Mirallas sem er mjög góður leikmaður. Mér fannst hann magnaður."

,,Hann sýndi einn besta leik sem maður hefur sýnt í ,,derby" leik í mörg ár. Hann mig um margt á Jamie Carragher. Ég held að það sé ekki hægt að dæma Jon út frá hæfileikum eða slíku því hans ær og kýr eru staðfesta og barátta fyrir málstaðinn. Ég þurfti ekki að segja neitt fyrir leikinn við Jon. Hann er héðan úr borginni og það þarf ekkert að segja svoleiðis mönnum neitt fyrir ,,derby" leiki. Hann er búinn að vita á hverju er von í svona leikjum frá unga aldri."

Jon brást ekki liðinu sínu og fór á kostum. Hann fékk líka góðar móttökur þegar hann kom inn í búningsherbergið eftir leikinn.

,,Allir leikmennirnir klöppuðu fyrir honum þegar hann kom inn í búningsherbergið eftir leikinn."

Það hefur ekki verð amalegt fyrir Jon að fá klapp frá félögum sínum í búningklefa útiliðs á Goodison Park. Svoleiðis móttökur þýða bara að maður hefur staðið sig vel og rúmlega það!
 
Kenny Dalglish hafði trú á Jon og hann spilaði nokkra leiki á valdatíð hans. Á síðustu leiktíð, eftir að Brendan Rodgers tók við, lék Jon aðeins tvo leiki en nú hefur hann leikið aðra tvo á skömmum tíma. Miðað við framgöngu hans á móti Arsenal og sérstaklega Everton gæti þeim 19 leikjum sem hann hefur spilað fjölgað áður en þessi leiktíð er úti.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan