| Heimir Eyvindarson

Saknar hugarfarsins í vörninni

Liverpool hélt markinu hreinu í fyrstu þremur leikjum tímabilsins, en síðan þá hafa andstæðingar okkar manna alltaf náð að skora a.m.k. eitt mark. 

Brendan Rodgers sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Hann segist vonast til þess að vörnin þéttist á ný og segir það að stærstum hluta spurningu um hugarfar. 


Brendan var spurður að því hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að Liverpool virtist ekki höndla föst leikatriði nægilega vel.

,,Það er fyrst og fremst einbeitingarskortur sem hefur orðið okkur dýrkeyptur í undanförnum leikjum. Við hljótum að geta lagað það. Til dæmis í leiknum gegn Newcastle, þá sváfu menn einfaldlega á verðinum."

,,Í rauninni var það sama upp á teningnum gegn Crystal Palace. Þá fengum við á okkur óþarfa mark úr föstu leikatriði. Við höfum farið vel yfir þessi atriði og vonandi tekst okkur að bæta hugarfarið varnarlega. Það var gott í fyrstu leikjunum, en við höfum aðeins gleymt okkur að undanförnu."  

,,Okkar hópur er í stöðugri þróun. Við erum á réttri leið en við eigum ennþá dálítið í land. En við erum í uppbyggingarferli. Meðan við höldum áfram að byggja upp, þá erum við á réttri leið. En það mun ekki gerast á einni nóttu. Við erum að hugsa til framtíðar."

,,Þegar ég kom hingað hafði félagið klárað tímabilið á undan í 8. sæti. Við kláruðum síðasta tímabil í 7. sæti. Við mjökumst fram á við. Það sést líka glögglega á leikmönnunum að það eru allir að róa í sömu átt. Við erum með góðan hóp metnaðarfullra leikmanna sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Það er gríðarlega dýrmætt."

,,Við höfum lent í basli með meiðsli nú í upphafi leiktíðar, en menn eru óðum að ná sér. Ég hef fulla trú á því að við munum halda áfram að taka framförum, bæði hvað varðar spilamennslu og úrslit. Ef okkur tekst að bæta varnarleikinn þá hef ég engar áhyggjur, því við höfum svo sannarlega sýnt að við getum skorað mörk."





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan