| Heimir Eyvindarson

Jay Spearing seldur

Liverpool og Bolton hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Jay Spearing. Hann fór í læknisskoðun hjá Bolton í dag og skrifar væntanlega undir samning í kjölfarið.

Jay Spearing var á láni hjá Bolton á síðustu leiktíð og stóð sig vel. Var meðal annars valinn leikmaður ársins. 

Kaupverðið sem Bolton greiðir fyrir Spearing mun vera 1,5 milljónir punda, örlitlu lægri upphæð en Blackburn bauð í hann á dögunum. Spearing vildi hinsvegar ekki fara til Blackburn og því varð Bolton ofan á. 

Jay Spearing er 24 ára gamall og hefur verið á mála hjá Liverpool allt sitt atvinnumannslíf. Hann spilaði 55 leiki fyrir aðallið Liverpool.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan