| Sf. Gutt

Steven Gerrard er sá besti!

Hver er besti leikmaður Liverpool í sögu félagsins? Það eru fáir sem þekkja Steven Gerrard jafn vel og félagi hans Jamie Carragher. Jamie dregur ekki af sér þegar hann hrósar vini sínum og félaga til margra ára sem nú hefur leikið 600 leiki fyrir hönd Liverpool.



Að spila með Steven?

Það hefur verið frábært fyrir mig að spila við hliðina á honum. Ekki bara vegna fjölda leikjanna heldur líka út af því hversu góður hann hefur verið. Það er fullt af leikmönnum sem hafa spilað marga leiki og maður þarf að vera mjög góður til að spila svona marga leiki en við erum að tala um holdgerving félagsins. Einn af þeim bestu og jafnvel þann allra allra besta sem hefur leikið fyrir félagið í sögu þess.



Besti leikmaður Liverpool?

Ég myndi líklega segja já því hann er að spila á sama tíma og ég. Ég man ekki eftir Kenny spila og margir tala líka um Billy Liddell. Ég hef séð svolítið af Kenny á mynddiskum og myndböndum. Svo voru Souness, Barnes og Ian Rush líka frábærir leikmenn. Kenny vann auðvitað miklu fleiri titla en Steven en þessi tveir bikarúrslitaleikir eru svo ofarlega í huga mér. Þeir setja hann eiginlega á annan stall. Hann hefur ekki verið það lánsamur að spila í einu af þeim liðum sem teljast best í sögu Lverpool. Þess vegna er framganga hans enn merkilegri. Já, ég myndi velja Stevie. 

Hvernig leikmaður er Steven?

Stórkostlegur alhliðaleikmaður sem hefur ráðið úrslitum í leikjum. Hann hefur gert það í hverjum leiknum á fætur öðrum og ekki bara þeim sem við munum öll eftir. Stevie er leikmaður sem gerir eitthvað magnað á 10 til 15 mínútna fresti. Hann gæti átt tæklingu, frábæra fyrirgjöf, markskot eða stórgóðan skalla. Hann er ekki eins og Xabi Alonso sem er kannski að koma við boltann með 20 til 30 sekúndna millibili. Hann lætur á hinn bóginn kröftuglega til sín taka á fjögurra eða fimm mínútna fresti.



Hefur þú séð einhvern betri alhliðaleikmann?

Nei, ég held ekki og að minnsta kosti ekki hjá þessu félagi. Það hefur hjálpað honum mikið en líka stundum hamlað honum að hann hefur þurft að spila mismunandi stöður. Ekki bara með Liverpool heldur líka með landsliðinu sínu. Hann er svo góður leikmaður að ef hann hefði viljað þá hefði hann getað spilað sem hægri bakvörður hjá landsliðinu í 10 ár. Ef hann hefði viljað spila hægra megin á miðjunni þá hefði hann getað gert það með enska landsliðinu. Mitt á miðjunni eða númer 10. Hann hefur jú jafnvel leikið úti á vinstri vængnum undir stjórn Capello hjá Englandi. Hann spilaði einu sinni sem framherji númer 9 með Englandi. Ég spilaði við hliðina á honum í þeim leik og við erum enn að hlægja að því. Eina staðan sem ég hef ekki séð hann leika er staða miðvarðar. Guði sé lof að hann lék ekki þá stöðu því þá hefði ég kannski þurft að sitja aðeins meira á bekknum. Ég er viss um að hann hefði líka farið létt með að spila þá stöðu.



Er hann sá besti enski af þessari kynslóð?
 
Ég myndi segja það. Aðeins Bobby Charlton, af því hann varð heimsmeistari og Evrópumestari og hafði sitt að segja í þeim úrslitaleikjum, kemst nærri honum. Sumir leikmenn hafa náð lengra með enska landsliðinu og hafa verið eftirminnilegir hjá þjóðinni sinni. Stevie hefur vissulega ekki komist í undanúrslit með Englandi eins og á Evrópumóti landsliða 96 þegar þjóðin heillaðist með liðinu. En ef maður horfir á allan ferilinn þá hafa menn eins og Scholes, Rooney, Bryan Robson og Gazza ekki átti jafn stórkostlega úrslitaleiki eins og hann átti í úrslitum Meistaradeildarinnar og F.A. bikarúrslitaleiknum. Rooney á kannski eftir að leika það eftir sem hann hefur gert en eini Englendingurinn sem hefur afrekað meira en hann er Bobby Charlton.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan